Stafræn
vinnustaðaskírteini
Í fyrsta sinn býðst nú fyrirtækjum að gefa út stafræn vinnustaðaskírteini.
Nákvæm yfirsýn, einfalt og notendavænt kerfi þar sem þú getur uppfært gildistíma og ógilt skírteini í rauntíma.

Vinnustaðaskírteini beint í símann
Hver ertu býður fyrirtækjum að gefa út stafræn vinnustaðaskírteini sem geta leyst af hólmi hefðbundin plast- og pappírsskírteini.
Týnd skírteini heyra sögunni til og stjórnendur geta uppfært gildistíma og ógilt skírteini í rauntíma.
Umhverfisvæn lausn og ótakmarkað magn skírteina. Hver ertu var þróað að frumkvæði Meistaradeild SI í nánu samstarfi við Samtök iðnaðarins, Samtök verslunar og þjónustu, Samtök ferðaþjónustunnar og Samtök atvinnulífsins. Aðildarfyrirtækjum þessara samtaka býðst kerfið á sérstökum kjörum.
Filmís vef- og hugbúnaðarstofa rekur Hver ertu og býr starfsfólk okkar yfir meira en 10 ára reynslu í vef- og hugbúnaðargerð.


Helstu eiginleikar og verð:
- Ótakmarkaður fjöldi vinnustaðaskírteina
- Stafræn vinnustaðaskírteini uppfylla sömu kröfur og hefðbundin plast- og pappírsskírteini
- Búðu til skírteini fyrir alla starfsmenn með örfáum og einföldum skrefum
- Kerfið sér um að senda vinnustaðaskírteinin með tölvupósti beint á starfsmenn sem geta svo í kjölfarið sett skírteinin í símaveskin sín
- Týnd vinnustaðaskírteini eru ekki lengur vandamál
- Þegar starfsmaður hættir er strax hægt að ógilda vinnustaðaskírteinið svo viðkomandi geti ekki notað það áfram
- Stafrænu vinnustaðaskírteinin virka fyrir bæði Apple & Android síma
- Kerfið veitir fyrirtækjum nákvæmt yfirlit yfir útgefin vinnustaðaskírteini, stöðu þeirra og gildistíma
- Auðvelt að uppfæra gögn, stöðu eða eyða skírteinum eftir þörfum
- Tímasparnaður: Öll vinnustaðaskírteini á einum stað og ekki þarf lengur að bíða eftir vinnslu og prentun þriðja aðila heldur er allt stafrænt
- Sendu lista af vinnustaðaskírteinum á samstarfsaðila - Veldu nokkra starfsmenn og sendu skírteinalista til samstarfsaðila í gegnum innbyggða tölvupóstkerfið í Hver ertu
- Stafrænu vinnustaðaskírteinin frá Hver ertu eru umhverfisvænn kostur á sanngjörnu verði
Verð: kr 3.990 án vsk á mánuði*
*Félagsmenn SI, SA, SAF og SVÞ fá 50% afslátt af mánaðarverði.
Svona er ferlið
Stofna aðgang
Auðvelt og fljótlegt er að stofna aðgang fyrir fyrirtækið og getur þú strax byrjað að nota kerfið.
Búa til vinnustaðaskírteini
Næsta á dagskrá er að stofna vinnustaðaskírteini fyrir alla þína starfsmenn.
Skírteinið í símaveskið
Starfsmenn fá vinnustaðaskírteinin send í tölvupósti og geta nú bætt þeim í símaveskið.
Auðveld umsýsla
Nú hefur þú góða yfirsýn yfir öll vinnustaðaskírteinin og getur breytt gildistíma, gert þau ógild og bætt við nýjum.



